fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Magnús Hlynur og Anna Margrét: „Þökkum Guði fyrir það að þetta flykki hafi ekki lent á framrúðu bílsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. nóvember 2024 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Anna Margrét Magnúsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður lentu í óhugnanlegu atviki í umferðinni í gær og óska eftir því að ná tala af vörubílstjóra sem þar átti í hlut.

„Kæri vörubílstjóri! sem við mættum á Suðurlandsveginum á leið okkar til Reykjavíkur um kl 12.45 í dag (8/11/2024) þegar við keyrðum upp úr „dældinni“ við Skíðaskálann í Hveradölum!!! Viltu vera svo vænn og hugrakkur að setja þig í samband við okkur. Um leið og við mættum þér féll að palli þínum, á ógnarhraða, stærðarinnar, að því að okkur sýndist, einhverskonar brúsi, sem skall á bílnum okkar og sprakk,“ segir Anna Margrét á Facebook-síðu sinni en hún veitti DV góðfúslega leyfi til að greina frá efni færslunnar.

Anna Margrét segir í samtali við DV að mikilvægt sé að vekja athygli á atvikinu svo slíkt endurtaki sig ekki.

Hún skýrir frá því í færslu sinni að þau hafi verið á vinstri akrein með bíl við hlið sér hægra megin og vegrið á vinsri hönd. Þau sáu því ekki bílnúmer vörubílsins og gátu ekki stöðvað sökum umferðar og aðstæðna.

Hún segir síðan:

„Við þökkum Guði fyrir það að þetta flykki hafi ekki lent á framrúðu bílsins, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Örugglega hefði það endað töluvert illa, bæði fyrir okkur sjálf og þá sem í kringum okkur voru.

Tjónið er samt sem áður töluvert, auðvitað ætlar ekki nokkur maður að verða valdur af svona löguðu og þess vegna biðjum við til þess sem málið varðar, eða þeirra sem til sáu, ef einhverjir voru, að hafa samband við okkur.“

Vörubílstjórinn sem í hlut átti er eindregið hvattur til að hafa samband við Önnu Margréti með einkaskilaboðum í gegnum Facebook-síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki

Heilbrigðisfulltrúi tók sér vald sem hann hafði ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts

Sagðist ekki hafa verið „með gáfur til þess“ að telja tugi milljóna fram til skatts