fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

500 þúsund króna LXS-sektin stendur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 14:30

LXS-vinahópurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af kæru fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Sýn krafðist þess að sú ákvörðun fjölmiðlanefndar frá árinu 2023 um að leggja á fyrirtækið 500.000 króna stjórnvaldssekt fyrir duldar auglýsingar í raunveruleikaþáttunum um LXS-samfélagsmiðlastjörnurnar yrði ógilduð en á það féllst dómstóllinn ekki.

Umræddar duldar auglýsingar snerust meðal annars um umfjöllun vinkvennanna um vinnustaði sína, World Class og Heklu, en fyrirtækin og vörur eða þjónusta þeirra voru sýnd í afar jákvæðu ljósi.

Sjá einnig: Sýn brotleg vegna þáttanna um LXS-dívurnar – Þarf að greiða hálfa milljón í sekt

Málflutningur Sýn var á þá leið að það hefði ekki verið markmið umfjöllunarinnar að auglýsa umrædd fyrirtæki og engin greiðsla hafi borist fyrir hinar meintu auglýsingar.

Kristrún Kristinsdóttir, dómari í málinu, komst þó að þeirri niðurstöðu að óumdeilt væri að um dulin viðskiptaboð væri að ræða, jafnvel þó ósannað væri að greitt hefði verið fyrir birtinguna.

Sýknaði hún því fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af kröfu Sýnar.

Hér geta lesendur kynnt sér niðurstöðu Héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur