fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Hildur birtir launaseðilinn – Segir ungmennabókahöfunda þurfa listamannalaun til að lifa á skrifunum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 14:30

Hildur Knútsdóttir Mynd: Gassi/Forlagið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir að ef íslenskt samfélag vilji að börn lesi vandaðar bækur á íslensku þá þurfi þeir sem bækurnar skrifa að fá listamannalaun fyrir. 

Í færslu á Facebook birtir Hildur, sem er meðal þekktustu, vinsælustu og söluhæstu ungmennabókahöfunda landsins síðustu ár, afrit af höfundauppgjöri sínu fyrir árið 2023.

„Listamannalaunum verður úthlutað næstu mánaðamót. Ég er strax farin að sjá slæmt tal um þau, sem er vísir að fjaðrafokinu sem alltaf verður í kringum úthlutun.“

Er það líklega rétt metið hjá Hildi. Listi yfir úthlutun er birtur árlega, og gera helstu fjölmiðlar frétt um sem jafnan fá mikla athygli og umræðu, og iðulega er skrifað í athugasemdakerfi fjölmiðla að listamenn geti bara fengið sér vinnu eins og venjulegt fólk. 

Hvað eru listamannalaun?

Samkvæmt vef Rannís eru tilgangur listamannalauna að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög um listamannalaun. Þeir sem geta sótt um úthlutun úr sjóðnum eru sjálfstætt starfandi hönnuðir, myndlistarmenn, rithöfundar, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur,  tónskáld og kvikmyndahöfundar. Starfslaun skulu veitt til 6, 9, 12, 18 eða 24 mánaða. Víkja má frá þessu og veita starfslaun til skemmri tíma en 6 mánaða, þó aldrei skemur en til þriggja mánaða. 

Þess má geta að Hildur fékk 12 mánaða listamannalaun árin 2021, 2022, 2023 og 2024.

Einn söluhæsti ungmennabókahöfundur landsins

Hildur er fædd árið 1984 og hefur gefið út tæplega 20 bækur fyrir börn og ungmenni. Nýjasta bók hennar, Kasia og Magdalena, kom út fyrir stuttu. Verk hennar hafa hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar, þeirra á meðal Fjöruverðlaunin – Bókmenntaverðlaun kvenna (2016), Íslensku bókmenntaverðlaunin (2017), Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar (2019) og Verðlaun bóksala (nokkrum sinnum). 

„Ég held að ég sé líklega söluhæsti ungmennabókahöfundur landsins, að minnsta kosti sum ár (læt einn Eymólista fylgja með) og ég er með baklista sem er enn að seljast. Og hérna er höfundauppgjörið mitt fyrir síðasta ár. Ég fékk rétt rúma eina og hálfa milljón, í verktakagreiðslur.“ 

Bendir hún á að þeir sem áhuga hafi geti reiknað hvað rithöfundar fá fyrir hvert streymi hjá Storytel.

„Ef við viljum að börn hafi aðgang að vönduðum bókum á íslensku þá verðum við sem skrifum þær að fá listamannalaun, því annars er bara ekki séns að lifa á þessu.“

Margir taka undir færslu Hildar, þar á meðal rithöfundar og aðrir í bókmenntaheiminum.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari, segir: Takk fyrir að svipta hulunni af stöðunni Hildur. Markaðurinn getur ekki ráðið þessu, við þurfum fleiri mánuði fyrir fleiri höfunda ef við viljum að börnin hafi bækur að lesa!

„Já, það er nefnilega ekki hægt að lifa af því að skrifa bækur fyrir börn og unglinga nema með opinberum stuðningi. Ef við viljum að framtíðarkynslóðir kunni að lesa þurfa miklu fleiri að skrifa góðar bækur fyrir börn og fá borgað fyrir það.Já, það er nefnilega ekki hægt að lifa af því að skrifa bækur fyrir börn og unglinga nema með opinberum stuðningi. Ef við viljum að framtíðarkynslóðir kunni að lesa þurfa miklu fleiri að skrifa góðar bækur fyrir börn og fá borgað fyrir það,“ segir Margrét Tryggvadóttir rithöfundur.

Báðar gefa þær út bækur fyrir börn og ungmenni í ár.

Þetta er sorglegt. Takk fyrir að deila Hildur. Þetta er í sjálfu sér risafrétt þessar smánarlegu höfundagreiðslur,“ segir Helga Arnardóttir blaðamaður og fyrrum fréttamaður á RÚV.

Fullt af fólki drullar yfir listamannalaun á hverju ári. Sama fólk kaupir bækur Hildar fyrir börnin sín. Þetta er veruleiki eins virtasta og virkasta höfundarins okkar,“ segir Davíð Hörgdal Stefánsson ljóðskáld. 

Þórdís Helgadóttir rithöfundur og meðlimur Svikaskálda segir: Getur verið að íslenskir krakkar væru betri í læsi ef samfélagið skipaði ekki fólkinu sem skrifar bækurnar í fátæktargildru?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast