fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Myglað kaffiskyr frá Örnu – „Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. október 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hafið þið lent í þessu? Kaffiskyr frá Örnu. Var að opna það, er best fyrir 7. nóv.“ segir kona í Facebook-hópnum Matartips og birtir meðfylgjandi mynd. Óvenjulegt er að sjá matvöru svona útlítandi löngu fyrir síðasta neysludag.

Hrósa má markaðsstjóra Örnu sem bregst fljótt við og svarar fyrir málið í Matartips. Athygli vekur að markaðsstjórinn ber sama nafn og fyrirtækið, en hún heitir Arna María Hálfdanardóttir. Arna skrifar:

„Hæ, mér var bent á þennan þráð og langaði að koma á framfæri að endilega senda okkur póst á arna@arna.is svo við getum fengið frekari upplýsingar og bætt fyrir. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessu.

Þetta er komið á borð hjá gæðastjóra sem er að skoða málið hér innanhúss hjá okkur. Og eins ef fleiri eru að lenda í/hafa lent í að fá vöru, þessa eða aðra sem ekki er í lagi, ekki hika við að hafa samband við okkur svo við getum bætt úr.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu