fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

„Þriðja heimsstyrjöldin er þegar hafin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. október 2024 15:30

Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þriðja heimsstyrjöldin er þegar hafin. Það eru þegar bardagar í gangi sem eru samhæfðir í mörgum ríkjum,“ segir Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan.

Dimon var fyrirlesari á ráðstefnu Institute of International Finance, alþjóðlegra samtaka fjármálafyrirtækja, á dögunum þar sem hann varaði sterklega við þróun mála í heiminum eins og hún blasir við. Benti hann á að stríðin í Úkraínu og í Mið-Austurlöndum væru alþjóðleg átök.

„Ég tala um hættuna sem við stöndum frammi fyrir ef illa fer. Við setjum upp sviðsmyndir sem ykkur myndi bregða við að sjá. Ég vil ekki einu sinni nefna þessar sviðsmyndir,“ sagði hann. Bætti hann við að ríki eins og Kína, Rússland, Norður-Kórea og Íran væru „öxulveldi hins illa“ og þeirra markmið væri að sundra þeirri samstöðu sem náðist eftir seinni heimsstyrjöldina.

„Og þetta er eitthvað sem er að gerast núna. Þau eru ekki að tala um að bíða í 20 ár. Hættan er stórkostleg ef þið kynnið ykkur söguna,“ sagði hann.

„Hugsanlega mun hættan minnka með tímanum en mistök gerast,“ sagði hann og hvatti fólk til að hugsa um aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Tékkóslóvakíu var skipt upp. Ástandið í Úkraínu í dag minni dálítið á stöðuna þá.

News.com.au fjallar um þetta og bendir á að Jamie sé ekki sá eini sem hefur varað við þessari þróun að undanförnu.

Charles Flynn, háttsettur bandarískur herforingi, sagði á varnarmálafundi í Washington á dögunum að vaxandi samvinna „alþjóðlegra einræðisherra“ hefði skapað mjög hættulega blöndu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Í gær

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Í gær

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni