fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Segir að aðeins eitt bíði norðurkóreskra hermanna í Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2024 03:35

Hér sjást að sögn norðurkóreskir hermenn að taka við rússneskum búnaði. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við fréttir margra erlendra miðla þá eru Norður-kóreumenn að senda hermenn til að berjast með Rússum í Úkraínu. Er talað um 10.000 til 15.000 hermenn. Byggja miðlarnir þessar fréttir á upplýsingum frá suðurkóresku leyniþjónustunni en hún hefur yfirleitt nokkuð góðar upplýsingar um það sem er að gerast í Norður-Kóreu.

Úkraínska leyniþjónustan segir að allt að 11.000 norðurkóreskir hermenn verði reiðubúnir til að berjast með Rússum frá og með næstu mánaðamótum.

En hverju mun það breyta ef 11.000 norðurkóreskir hermenn breyta fyrir Rússa í ljósi þess að þeir eru líklega með allt að hálfa milljón hermanna í Úkraínu? Önnur spurning er hvaða áhrif norðurkóresku hermennirnir munu hafa og hversu góðir eru þeir þegar þeir mæta óvininum á vígvellinum?

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagðist í samtali við TV2 ekki eiga von á að norðurkóresku hermennirnir breyti miklu, að minnsta kosti ekki til skamms tíma litið.

„Þeir búa ekki yfir neinni bardagareynslu og það verður því áhugavert að sjá hvað þeir geta lagt af mörkum þegar horft er á stóru heildarmyndina. Líklega ekki mikið. Spurningin er hvernig þeir munu takast á við að standa gegnt úkraínska hernum,“ sagði hann.

The Kyiv Independent hefur eftir John Foreman, breskum hernaðarsérfræðingi, að hann hafi ekki mikla trú á getu norðurkóresku hermannanna. „Það má efast um áhrif þeirra á stríðsreksturinn og þeir enda með að verða fallbyssufóður,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að það að Rússar fái nú norðurkóreska hermenn til liðs við sig, sé bein afleiðing af „rosalegu manntjóni“ Rússa.

Cristoph Bluth, prófessor í öryggismálum og alþjóðlegum samskiptum við Bradford háskóla, sagðist telja að Norður-Kórea geti aðeins látið Rússum tvennt í té: „Fallbyssufóður og mikið af skotfærum frá sjötta áratugnum. Hann sagði að erfitt sé að leggja mat á hvaða áhrif norðurkóresku hermennirnir munu hafa en líklega séu gæði þeirra ekki mikil. Þeir gegni herþjónustu lengi en gæði útbúnaðar þeirra og þjálfunar séu vafasöm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin