fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Þrifakóngur ákærður öðru sinni fyrir meiriháttar skattsvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. október 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært þá Gísla Rúnar Sævarsson og Eirík Hilmarsson fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri hreingerningaþjónustufyrirtækisins PURUS sem núna er gjaldþrota og afskráð.

Þeim er, sem daglegum stjórnendum PURUS, gefið að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins fyrir tímabilin mars-apríl 2019 og september-október 2020 og látið undir höfuð leggjast að greiða virðisaukaskatt upp á samtals rétt rúmlega 40 milljónir króna.

Í annan stað eru þeir ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir ágúst árið 2019 og janúar árið 2020 og nema þessar upphæðir rúmlega 28 milljónum hjá hvorum fyrir sig.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær, þann 22. október.

Árið 2020 var Gísli Rúnar sakfelldur fyrir skattalagabrot í rekstri á öðru fyrirtæki. Þau brot voru framin á árunum 2016 til 2018 en umrætt félag varð síðan gjaldþrota. Gísli Rúnar var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 107,4 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka
Fréttir
Í gær

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð

Pútín boðar þriggja daga vopnahlé í maí og fær blendin viðbrögð