fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Dularfullur aðili veðjaði tveimur milljörðum á sigur Trump

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 07:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir dulnefninu „Fredi9999“ veðjaði óþekktur aðili sem svarar til um tveimur milljörðum íslenskra króna á að Donald Trump beri sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í byrjun nóvember.

Newsweek segir að þessi dularfulli aðili hafi lagt upphæðina undir á vefmálasíðunni Polymarket. Hann veðjaði á að Trump verði forseti, að hann fá flest atkvæði í heildina og að hann sigri í Pennsylvania.

Veðmálið hafði strax þau áhrif að líkurnar á að Trump verði forseti eru nú taldar vera 60% á vefmálasíðunni og er þá aðeins horft á þann þátt.

En enginn veit hver er á bak við notendanafnið „Fredi9999“ en viðkomandi skráði sig fyrst á síðuna í júní síðastliðnum.

Viðkomandi hefur lagt tæplega 70 milljónir dollara undir síðan og hagnast um 1,5 milljónir dollara á þessum veðmálum sínum.

Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að viðkomandi leggur svona háa upphæð undir á sigur Trump. Laura Beers, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í pólitískum veðmálum við American University, sagði í samtali við Newsweek að þetta gerti verið form tryggingar. „Ef „Fredi9999“ á hagsmuna að gæta í viðskiptalífinu, sem gætu valdið fjárhagslegu tapi ef Trump sigrar, þá gæti þetta verið aðferð til að vega upp á móti þessu framtíðar tapi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin