fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Dularfullur aðili veðjaði tveimur milljörðum á sigur Trump

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 07:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir dulnefninu „Fredi9999“ veðjaði óþekktur aðili sem svarar til um tveimur milljörðum íslenskra króna á að Donald Trump beri sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í byrjun nóvember.

Newsweek segir að þessi dularfulli aðili hafi lagt upphæðina undir á vefmálasíðunni Polymarket. Hann veðjaði á að Trump verði forseti, að hann fá flest atkvæði í heildina og að hann sigri í Pennsylvania.

Veðmálið hafði strax þau áhrif að líkurnar á að Trump verði forseti eru nú taldar vera 60% á vefmálasíðunni og er þá aðeins horft á þann þátt.

En enginn veit hver er á bak við notendanafnið „Fredi9999“ en viðkomandi skráði sig fyrst á síðuna í júní síðastliðnum.

Viðkomandi hefur lagt tæplega 70 milljónir dollara undir síðan og hagnast um 1,5 milljónir dollara á þessum veðmálum sínum.

Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að viðkomandi leggur svona háa upphæð undir á sigur Trump. Laura Beers, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í pólitískum veðmálum við American University, sagði í samtali við Newsweek að þetta gerti verið form tryggingar. „Ef „Fredi9999“ á hagsmuna að gæta í viðskiptalífinu, sem gætu valdið fjárhagslegu tapi ef Trump sigrar, þá gæti þetta verið aðferð til að vega upp á móti þessu framtíðar tapi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu