fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Hannes Hólmsteinn og Gunnar Smári í hár saman: „Ljúgandi á daginn og grenjandi á kvöldin“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, skiptust á nokkrum vel völdum orðum á Facebook-síðu þess síðarnefnda í gærkvöldi.

Forsaga málsins er sú að Gunnar Smári gerði að umtalsefni þjóðmálakönnun ASÍ þar sem fólk var spurt hvort það teldi að íslenskt samfélag væri á réttri eða rangri leið þegar horft er til hagsmuna almennings.

Gunnar Smári sagði niðurstöðurnar rosalegar, en aðeins 17% landsmanna telja samfélagið vera á réttri leið og 69% telja það vera á rangri leið.

„Svona eru niðurstöðurnar þegar verst lætur í Bandaríkjunum, landi sem er á barmi uppbrots, jafnvel borgarastyrjaldar. Og ef við tækjum burt þau fáu sem enn vilja kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn er niðurstaðan enn nöturlegri. Vonandi munu kjósendur nýta atkvæðarétt sinn 30. nóvember til að kjósa flokka sem boða raunverulegar grundvallarbreytingar á stjórnarstefnunni – ekki flokka sem boða breytingar en segjast jafnframt í raun ekki ætla að breyta neinu, aðeins setja plástra yfir daunill rotnandi sárin,“ sagði Gunnar Smári.

Þessi orð virðast hafa komið við kaunin á Hannesi Hólmsteini sem svaraði Gunnari Smára fullum hálsi.

„Þú skilur við allt í rúst, sem þú kemur nálægt. Allir fjölmiðlar, sem þú hefur stjórnað, hafa orðið gjaldþrota. Þér tókst að tapa því, sem myndi núna nema fimmtán milljörðum, fyrir Jón Ásgeir. Og síðan ætlar þú að kenna okkur að stjórna þjóðarbúinu. Ísland er ekki fullkomið, en hér eru hæstu laun í heimi, jafnasta tekjudreifingin, minnsta fátæktin, samkvæmt öllum alþjóðlegum samanburðarmælingum. Það er eitthvað sjúklegt við þessa baráttu þína,“ sagði Hannes.

Gunnar Smári lét þetta ekki yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust og svaraði í sömu mynt.

„Aumingjans karlinn, ljúgandi á daginn og grenjandi á kvöldin. Vansældin og beiskjan sest þar sem grobbið sat áður. Hruninn hrunmaður tuðar á hrauk sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann