fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Barnsdráp við Nýbýlaveg: Dómur yfir móðurinni verður kveðinn upp næstu daga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp í máli sem varðar harmleikinn er varð í fjölbýlishúsi við Nýbýlaveg aðfaranótt 31. janúar 2024. Móðir um fimmtugt er ákærð fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og fyrir tilraun til manndráps gagnvart 11 ára bróður hans.

Aðalmeðferð í málinu var 12. september síðastliðinn, við Héraðsdóm Reykjaness. Venja er að dómur sé kveðinn upp innan fjögurra vikna frá réttarhöldum.

Í ákæru er konan sögð hafa svipt son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og þrýsta á með báðum höndum. Einnig hafi hún þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og hafi ekki linað tökin uns hún varð þess áskynja að drengurinn var látinn, en hann lést af völdum köfnunar.

Hún er í annan stað sögð hafa reynt að kæfa eldri bróður drengsins í svefni en hann hafi vaknað við atlöguna og losað sig úr takinu.

Fram kemur í svari Héraðsdóms Reykjaness við fyrirspurn DV að dómur hafi ekki enn verið kveðinn upp í málinu. Búast megi við að dómur falli næstu daga og verður hann birtur á vefsíðu dómstólanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju
Fréttir
Í gær

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“