fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Seldi upplýsingar um skriðdreka Pútíns fyrir 170.000 krónur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 06:30

Ónýtur rússneskur skriðdreki. Mynd:@nolamwpeterson/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktoria Mukhametova, 24 ára, sýndi engin svipbrigði þegar dómari í Yekaterinburg í Rússlæandi dæmdi hana til 12 og hálfs árs vistar í vinnubúðum. Hún var sakfelld fyrir landráð fyrir að hafa selt teikningar af rússneskum skriðdrekum til Úkraínumanna.

Metro skýrir frá þessu og segir að Viktoria hafi afhent úkraínskum embættismönnum teikningarnar gegn greiðslu upp á sem svarar til um 170.000 íslenskra króna.

Hún starfaði sem vélavörður í skriðdrekaverksmiðjunni Ural sem er í borginni Nizhny Tagil í Sverdlovsk-héraðinu. Þetta er stærsta skriðdrekaverksmiðja í heimi.

Viktoria játaði að hafa selt teikningarnar sem eru sagðar hafa innihaldið tæknilegar upplýsingar um skriðdreka.

Hún og eiginmaður hennar voru handtekin í mars 2023 af leyniþjónustunni FSB.

Eiginmaður hennar, Danil Mukhametov, hefur verið ákærður fyrir svipað brot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi