fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Seldi upplýsingar um skriðdreka Pútíns fyrir 170.000 krónur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 06:30

Ónýtur rússneskur skriðdreki. Mynd:@nolamwpeterson/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktoria Mukhametova, 24 ára, sýndi engin svipbrigði þegar dómari í Yekaterinburg í Rússlæandi dæmdi hana til 12 og hálfs árs vistar í vinnubúðum. Hún var sakfelld fyrir landráð fyrir að hafa selt teikningar af rússneskum skriðdrekum til Úkraínumanna.

Metro skýrir frá þessu og segir að Viktoria hafi afhent úkraínskum embættismönnum teikningarnar gegn greiðslu upp á sem svarar til um 170.000 íslenskra króna.

Hún starfaði sem vélavörður í skriðdrekaverksmiðjunni Ural sem er í borginni Nizhny Tagil í Sverdlovsk-héraðinu. Þetta er stærsta skriðdrekaverksmiðja í heimi.

Viktoria játaði að hafa selt teikningarnar sem eru sagðar hafa innihaldið tæknilegar upplýsingar um skriðdreka.

Hún og eiginmaður hennar voru handtekin í mars 2023 af leyniþjónustunni FSB.

Eiginmaður hennar, Danil Mukhametov, hefur verið ákærður fyrir svipað brot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast