fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Segir Trump vera heimildarmann Pútíns í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. október 2024 05:41

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur oft stært sig af „mjög góðu sambandi“ sínu við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og að honum hafi tekist að halda aftur af Pútín og að Rússar hefðu aldrei ráðist inn í Úkraínu ef hann hefði verið við völd í Hvíta húsinu.

En Leon Panetta, fyrrum varnarmálaráðherra og forstjóri leyniþjónustunnar CIA, hefur áhyggjur af vinskap Trump og Pútíns. „Ég held að Donald Trump sé að mörgu leyti barnalegur í tengslum við hver Pútín er í raun og veru,“ sagði Panetta nýlega í „One Decision“ hlaðvarpinu þar sem hann er einn hlaðvarpsstjórnenda.

„Pútín veit hvernig á að eiga við heimildarmenn og hann er með heimildarmann sem er mjög nærri  toppnum í heimalandi sínu. Pútín sér sjálfur um samskiptin við þennan heimildarmann. Það er það sem er meginatriðið í þessu, Pútín er orðinn heimildarmaður Pútíns og einhver sem getur hjálpað honum við það sem hann vill gera,“ sagði Panetta.

Steven Cheung, talsmaður forsetaframboðs Trump, sagði í samtali við The Telegraph að það sé ekki rétt að Trump ræði reglulega við Pútín.

En Panetta hefur áhyggjur af sambandi þeirra félaganna og segir að það veki upp efasemdir um hollustu Trump við Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi