fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Slæmar fréttir fyrir Pútín – Valdamikið fólk í framkvæmdastjórn ESB vill herða stefnuna gagnvart Rússlandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. október 2024 03:20

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdamikið fólk í nýrri framkvæmdastjórn ESB vill að sambandið herði aðgerðir sínar gagnvart Rússlandi. Þetta gæti þýtt harðari stefnu og aukinn stuðning við Úkraínu. Þetta eru að vonum ekki góð tíðindi fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

Evrópa á fljótlega að byrja að efla heri sína og undirbúa sig undir að eftir sex til átta ár verði Rússland reiðubúið til átaka við NATÓ og ESB. Þetta sagði Andrius Kubulius, sem fer með varnarmál í framkvæmdastjórn ESB, í september. Hann er fyrrum forsætisráðherra Litháens og einarður stuðningsmaður Úkraínu.

Hann er einn af mörgum hörðum andstæðingum Rússlands sem Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnarinnar, útnefndi í mikilvægar stöður í nývalinni framkvæmdastjórn sambandsins.

Innrás Rússa í Úkraínu og vaxandi hernaðarógn, sem steðjar að Evrópu frá Rússlandi, höfðu mikil áhrif á samsetningu nýju framkvæmdastjórnarinnar sem bíður þess nú að Evrópuþingið samþykki hana en það gerist væntanlega í nóvember.

Kaja Kallas, fyrrum forsætisráðherra Eistlands, mun fara með utanríkis- og öryggismál sambandsins auk þess að vera varaformaður framkvæmdastjórnarinnar. Hún er einnig þekkt fyrir harða stefnu sína gagnvart Rússlandi.

Það sama á við um Henna Virkkunen, frá Finnlandi, sem er nýr varaformaður öryggis- og lýðræðismála í framkvæmdastjórninni.

Marta Mos, frá Slóveníu, er nýr stækkunarstjóri sambandsins og verður hlutverk hennar meðal annars að koma Úkraínu nær aðild. Mos er einnig mjög gagnrýnin á Pútín.

Með þessari samsetningu framkvæmdastjórnarinnar sendir Ursula von der Leyen skýra aðvörun til Pútíns um að ESB hafi í hyggju að halda áfram stuðningi við Úkraínu og í raun muni sambandið bæta í. Einnig á nýi varnarmálastjórinn að reyna að fá aðildarríkin til að auka útgjöld sín til varnar- og öryggismála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin