fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Fréttir

Ísland á meðal þeirra ríkja þar sem auðveldast er að fá ríkisborgararétt

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. janúar 2024 18:30

Íslenska vegabréfið er á meðal þeirra öflugustu í heimi og er eftirsótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í fimmta sæti yfir þau Evrópulönd sem auðveldast er að verða sér úti um ríkisborgararétt í. Hlutfall þeirra umsækjenda sem fá vegabréf er 4 prósent á ári.

Það var kanadíska útlendingastofnun, CIS, sem tók saman gögn frá evrópsku tölfræðistofnuninni, Eurostat, á árunum 2009 til 2021.

Kom þar í ljós að Svíþjóð er það Evrópuland sem auðveldast er að fá vegabréf. En 9,3 prósent umsækjenda fengu sænskt vegabréf.

Fyrir utan Svíþjóð er auðveldast að verða sér úti um ríkisborgararétt í Noregi, Hollandi, Portúgal og á Íslandi. Á topp tíu eru einnig Írland, Rúmenía, Bretland, Belgía og Finnland.

Danir skera sig úr á Norðurlöndunum en þar fá aðeins 2 prósent umsækjenda ríkisborgararétt. Lægst er hlutfallið í Eistlandi, 0,7 prósent, en almennt séð er erfiðara að öðlast ríkisborgararétt í austanverðri álfunni en vestanverðri.

Á eftir Eistlandi kemur Lettland, Tékkland, Litháen og Austurríki.

Tvær leiðir

Útlendingar geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt ef þeir hafa fengið ótímabundið dvalarleyfi eða vera ríkisborgari EES/EFTA ríkis, hafa staðist íslenskupróf, ekki verið í vanskilum eða þegið fjárhagsaðstoð, ekki hafa brotið af sér nýlega og að hafa búið hér á landi í þrjú ár.

Einnig getur Alþingi veitt fólki ríkisborgararétt með lögum. Það var til dæmis gert í tilviki skákmeistarans Bobby Fischer, handboltamannsins Julian Duranona, tónlistarmaðurinn Damon Albarn og meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir

Enok Vatnar sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“

Kristján foxillur: „Vonandi tekur ekki 100 ár að afgreiða þá umsókn“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“

„Kannski það sé skemmra til kosninga en við vitum“
Fréttir
Í gær

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi

Aktívistar frömdu skemmdarverk á málverki af Karli konungi
Fréttir
Í gær

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann

Tekinn próflaus á Suðurlandsveginum og reyndi að koma sökinni upp á annan mann
Fréttir
Í gær

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“

Ofbeldi gegn stúlkum á Laugalandi – „Trauðla hef ég upplifað það jafn oft að viðmælendur mínir hafi grátið í eins miklum mæli“
Fréttir
Í gær

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt