fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Fyrrverandi eiginkona Páls segir Arnar og Þóru hafa tekið við síma hans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. september 2024 11:30

Páll Steingrímsson. Skjáskot Mannlíf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í upptöku af símtali sem DV hefur undir höndum, og átti sér stað þann 24. júní síðastliðinn, heldur fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, því fram að sími Páls hafi verið afhentur tveimur starfsmönnum RÚV auk þriðja aðila.

Í símtalinu fer konan, sem grunuð er um að hafa byrlað Páli vorið 2021 og stolið af honum síma hans, hörðum orðum um myndefni sem fannst á símanum og sýndi náin kynni Páls við aðra konu. Konan segist jafnframt hafa afhent Arnari Þórissyni, aðalframleiðanda fréttaskýringarþáttarins Kveiks, símann. Hann hafi afhent Þóru Arnórsdóttur símann sem hafi síðan afhent hann ókunnum manni.

Mannlíf hefur greint frá þessu og rætt við Þóru Arnórsdóttur, sem á þessum tíma var ritstjóri Kveiks. Þóra sagði við Mannlíf: „En eins og ég sagði hjá lögreglunni þá er kominn tími til að hún biðjist afsökunar á sínum vinnubrögðum. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja.“

Lögreglan á Akureyri yfirheyrði Þóru og Arnar vegna málsins fyrir rúmlega hálfum mánuði.

Páll segir í samtali við DV að hann hafi boðist til að afhenda Lögreglunni á Akureyri hljóðupptökuna af símtalinu í sumar en lögreglan hafi afþakkað boðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi

Ný verslun Ormsson og HTH opnar á Norðurtorgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“