fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Þingmaður tjáir sig um stöðu Helenar: Greiðslubyrðin hækkaði um 260 þúsund á mánuði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2024 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Venjulegt fólk ræður ekki við þessar sveiflur,“ segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, um frásögn Helenar Sigurðardóttur, lántakanda og fasteignasala, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Í fréttinni var fjallað vaxtahækkanir hjá bönkunum að undanförnu og þá staðreynd að fjármálakerfið fylgir stýrivöxtum Seðlabankans sem hafa verið 9,25% síðustu misseri.

Þegar stýrivextir voru lágir ákváðu margir lántakendur að taka óverðtryggt húsnæðislán til nokkurra ára. Þeir vextir hafa nú verið að losna og hækka samhliða hærri stýrivöxtum.

Helen benti á að hennar fjölskylda hafi byrjað á að greiða 180 þúsund í afborgun af húsnæðisláni sínu á mánuði. Þegar vextirnir á óverðtryggða láninu losnuðu hækkaði afborgunin upp í 440 þúsund krónur á mánuði. Fjölskyldan stækkaði svo við sig og þá var ekkert annað um að ræða en taka verðtryggt lán. „Þá þarf að skoða vextina en ofan á þá leggjast verðbætur. Það getur leitt til þess að lánið hækkar stöðugt þó að greitt sé af því,“ sagði Helen í frétt Stöðvar 2.

Sigmar Guðmundsson hefur látið sig þessi mál varða síðan hann fór inn á þing og segir hann á Facebook-síðu sinni að þetta sé enn eitt dæmið um áhrif rússíbanahagkerfisins á fjárhag fjölskyldna.

„Venjulegt fólk ræður ekki við þessar sveiflur. Sveiflunar eru skilgetið afkvæmi krónuhagkerfisins. Við þurfum stöðugra umhverfi með stærri gjaldmiðli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness