fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tvær útlenskar konur á Citroen reyndu að graffa hús í miðbænum – „Hún fór að skammast í mér vegna þess að hún væri ólétt“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. september 2024 16:30

Konurnar höfðu sig á brott áður en þær náðu að klára verkið. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem býr í miðbæ Reykjavíkur kom að tveimur erlendum konum að spreyja húsið hennar. Hún er orðinn þreytt á veggjakroti og vildi vara aðra við þessu.

Í samtali við DV segist konan hafa komið að tveimur ungum konum, líklega á þrítugsaldri, sem voru byrjaðar að spreyja málningu á hornið á húsinu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er málningin gul á hvítum vegg hússins, en konunum tókst ekki að klára verkið.

Önnur þeirra, ökumaðurinn sem hafði sig meira í frammi, byrsti sig við konuna þegar hún sagði þeim að stoppa. Konurnar útlensku höfðu einnig lagt bíl sínum ólöglega upp á gangstéttinni, þvert fyrir gangbraut. Segir Konan svívirðingarnar frá þeim hafa verið á ensku.

„Hún fór að skammast í mér vegna þess að hún væri ólétt,“ segir konan.

Eftir þetta höfðu þær sig á brott. Segir hún þær hafa verið á hvítri Citroen bifreið. Hún hafi séð að þær voru með fleiri stensla í bílnum.

Konan birti færslu um málið í hverfagrúbbu á samfélagsmiðlum og varar við konunum.

Mikill kostnaður fyrir húseigendur

Í athugasemdum velta sumir fyrir sér hvort að tilgangurinn hafi verið að skipuleggja innbrot. Það er að innbrotsþjófar merki gjarnan hús og hafi þróað með sér ákveðið merkjamál. Til dæmis til að láta aðra vita hvers konar fólk eigi heima í viðkomandi húsi, hvort þar sé verðmæti að finna og hversu vel þeirra er gætt.

Aðspurð um þetta segir konan ekki hafa trú á að það hafi verið tilgangurinn. Heldur til að koma með einhvers konar skilaboð. Það hjálpi þó ekki téðum málstað að spreyja veggjakroti á eignir annarra. Veggjakroti geti fylgt mikill kostnaður fyrir eigendur húsa, sem þurfa að leggja út fyrir og hafa fyrir því að mála vegginn eftir á.

Eignaspjöll en ekkert gert

Veggjakrot er skilgreint sem eignaspjöll. Í 257. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem ónýti eða skemmi eigur annars manns eða sviptir hann þeim skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Þrátt fyrir þetta gerir lögregla lítið eða ekkert í veggjakroti. Orðið veggjakrot kemur ekki á einum stað upp við leit í dómasafni Dómstólasýslunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn