fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Opin minningarstund um Bryndísi Klöru

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2024 15:45

Lindakirkja. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lindakirkja í Kópavogi mun efna til opinnar minningarstundar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést síðastliðinn föstudag af völdum sára sem hún hlaut í hnífsstunguárás á menningarnótt.

Minningarstundin verður á morgun laugardaginn 7. september frá klukkan 12 til 17.

Þetta er tilkynnt á Facebook-síðu kirkjunnar og þar segir að minningarstundin verði haldin:

„Í ljósi djúprar sorgar og ákalls samfélagsins um að heiðra minningu Bryndísar.“

Bryndís fermdist í Lindakirkju vorið 2021.

Öllum sem vilja er frjálst að vera viðstödd minningarstundina en í færslunni er lýst hvernig hún fer fram:

„Á stundinni verður varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hafa tekið saman ásamt minningum um Bryndísi og eftirlætistónlist hennar, valin af vinkonum hennar, mun hljóma. Ekkert talað mál fer fram heldur geta allir sem vilja, komið og tendrað á kerti í minningu Bryndísar, beðið og átt hljóða stund í kirkjunni.“

Í færslunni kemur einnig fram að stofnaður hafi verið Minningarsjóður Bryndísar Klöru:

„Sjóðurinn er í umsjón KPMG og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, er verndari sjóðsins. Sjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig. Framlög má leggja inn á reikning 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.“

Skilum inn hnífunum

Færslan endar á skýrum skilaboðum:

„Heiðrum minningu Bryndísar með því að velja líf en ekki hníf. Við biðlum til allra sem bera hnífa að skila þeim til lögreglunnar. Foreldrar Bryndísar óska þess að dauði hennar verði til þess að vopnaburður heyri sögunni til og kærleikurinn verði eina vopnið.

Stöndum saman fyrir öruggara og betra samfélagi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Í gær

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“