fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ barst útkall upp úr klukkan 14 í gær vegna manns sem hafði komið sér í sjálfheldu í gili austan Rauðfeldargjár.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að maðurinn hefði klifrað um 30 til 40 metra hæðarmetra upp bratt gil og treysti hann sér ekki niður aftur.

„Verkefnið var krefjandi og reyndi á klifurfærni björgunarfólks á bröttustu köflunum en auk þess var mikil grjóthrunshætta niður gilið,“ segir í tilkynningunni.

Björgunarfólk fór upp fyrir manninn, setti upp línur og seig niður til hans þar sem hægt var að tryggja hann í línu og aðstoða niður.

Að sögn Landsbjargar var maðurinn nokkuð kaldur og skelkaður þegar niður var komið, en þó feginn að komast úr brattlendinu. Verkefnið tók rúma 4 tíma og alls voru 8 félagar sem tóku þátt.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir teknar í aðgerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum