fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ barst útkall upp úr klukkan 14 í gær vegna manns sem hafði komið sér í sjálfheldu í gili austan Rauðfeldargjár.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að maðurinn hefði klifrað um 30 til 40 metra hæðarmetra upp bratt gil og treysti hann sér ekki niður aftur.

„Verkefnið var krefjandi og reyndi á klifurfærni björgunarfólks á bröttustu köflunum en auk þess var mikil grjóthrunshætta niður gilið,“ segir í tilkynningunni.

Björgunarfólk fór upp fyrir manninn, setti upp línur og seig niður til hans þar sem hægt var að tryggja hann í línu og aðstoða niður.

Að sögn Landsbjargar var maðurinn nokkuð kaldur og skelkaður þegar niður var komið, en þó feginn að komast úr brattlendinu. Verkefnið tók rúma 4 tíma og alls voru 8 félagar sem tóku þátt.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir teknar í aðgerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“