fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Kona ákærð fyrir kynferðislega áreitni gegn dreng – Sagði hann kynþokkafullan og lofaði honum leikföngum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2024 13:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona er ákærð fyrir kynferðislega áreitni gegn barni, en til vara fyrir blygðunarsemisbrot og barnaverndarlagabrot, með því að hafa í októbermánuði 2022, ítrekað viðhaft kynferðislegt og óviðeigandi orðbragð við ólögráða dreng. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 21. ágúst síðastliðinn.

Í ákæru dagsettri 13. júní síðastliðinn kemur ekki fram í gegnum hvaða samfélagsmiðil skilaboðin voru send, en dæmi um skilaboðin sem konan sendi drengnum eru: „U just turned me on, I got toys if I need it, You look hot.

Í ákærunni segir að með orðbragði sínu særði konan blygðunarsemi drengsins með lostugu athæfi og voru skilaboðin vanvirðandi, ósiðleg og særandi. 

Telst athæfi konunnar varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en til vara við 209. gr. sömu laga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 88/2002. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Viðurlög samkvæmt ofangreindum lagaákvæðum geta varðað fangelsi allt að sex árum.

Aldur drengsins kemur ekki fram í ákærunni, en hann er undir lögaldri. Jafnframt er lögð einkaréttarkrafa móður drengsins, vegna ólögráða sonar hennar, er þess krafist að ákærða greiði kr. 2.000.000 í miskabætur með vöxtum. Þá er krafist þóknunar vegna starfa lögmanns skv. mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“