fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Jón ómyrkur í máli: Bjóst við meiru frá Einari og segir borgina haga sér eins og „einhver kóngur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgöngu– og sveitarstjórnarráðherra, er allt annað en sáttur við það hvernig samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hefur þróast. Jón fer yfir þetta í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem hann beinir gagnrýni sinni sérstaklega að Reykjavíkurborg.

Endurskoðaður samgöngusáttmáli var kynntur þingflokkum stjórnarflokkanna á mánudag og er reiknað með að kostnaðurinn verði 310 milljarðar og framkvæmdatíminn standi yfir í 22 ár í stað 15 ára áður.

Í samtali við Morgunblaðið segir Jón að það sem hann leggur áherslu á við endurskoðun sáttmálans sé að farið verði að vinna að umferðarlausnum strax.

„Þannig að fólk fari að finna fyr­ir því að unnið sé að þess­um mál­um en þurfi ekki að bíða í mörg ár eft­ir end­an­legri lausn á um­ferðar­vanda höfuðborg­ar­svæðis­ins.“

Hann gagnrýnir borgina fyrir seinagang í samgöngumálum og viðurkennir að hann hafi búist við meiru af nýjum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Þá segir hann að borgin hagi sér eins og „einhver kóngur“ í sáttmálanum. Nefnir hann að markmið sáttmálans séu skýr og greiða fyrir allri umferð; almenningssamgöngur, almenna umferð, hjólandi og gangandi. Borgin hafi hins vegar lagst þversum í öllu sem snýr að því að greiða fyrir bílaumferð.

„Hún er til­bú­in til að greiða fyr­ir gang­andi og hjólandi um­ferð og al­menn­ings­sam­göng­um, en það er skýrt að sátt­mál­inn fjall­ar um alla þætti sam­gangna og leggj­um við Sjálf­stæðis­menn mikla áherslu á að við það verði staðið. Það er eng­inn smá­ræðis kostnaður fyr­ir ein­stak­linga og sam­fé­lagið sem taf­ir í um­ferðinni hafa í för með sér og kem­ur til vegna þvermóðsku Reykja­vík­ur­borg­ar,“ seg­ir Jón við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári