fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Þjóðverjar „loka ríkissjóði“ fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 16:30

Olaf Scholz er kanslari Þýskalands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkisstjórnin hefur ákveðið að draga mjög mikið úr hernaðarstuðningi við Úkraínu. Þetta er niðurstaðan eftir langar og strangar samningaviðræður um fjárlög landsins á næsta ári.

Frankfurter Alggemeine Zeitung skýrir frá þessu og segir að engin ný útgjöld, tengd stuðningi við Úkraínu, verði heimiluð það sem eftir lifir árs og að framvegis verði stuðningur bundinn við rússneska fjármuni sem hafa verið frystir í Vestrænum bönkum. Vísar blaðið í bréf frá fjármálaráðherra landsins til varnarmálaráðherrans en það var sent í byrjun mánaðarins.

Þetta eru mjög slæm tíðindi fyrir Úkraínu því Þjóðverjar hafa lagt næst mest af mörkum til landsins, aðeins Bandaríkjamenn hafa lagt meira af mörkum. Þetta mun væntanlega hafa áhrif á vígvellinum og framleiðslu og kaup á skotfærum og drónum.

Úkraínumenn fá helmingi minna frá Þjóðverjum á næsta ári en þessu og 2026 verða framlögin aðeins tíu prósent þess sem þau eru á þessu ári.

Þessar fréttir koma á sama tíma og Úkraínumenn sækja fram í Kúrsk héraðinu í Rússlandi en þeir réðust mjög óvænt þar inn nýlega. Markmið þeirra með innrásinni er að þvinga Rússa til „réttlátra“ samningaviðræðna.

Á sama tíma sækja Rússar fram í Donetsk og leggja sífellt meira land undir sig.

Í gær sagði talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar að ekki verði dregið úr stuðningnum við Úkraínu, honum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefur. Hann sagði rétt að ætlunin sé að fjármagna hluta stuðningsins með rússneskum fjármunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin