fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Auglýsa eftir fólki til að grafa skotgrafir í Kúrsk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 03:45

Ekkert lát er á stríðinu á milli Rússlands og Úkraínu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg rússnesk verktaka- og byggingafyrirtæki leita nú að starfsfólki til að grafa skotgrafir „við varnarlínu númer tvö“ en hún er í Kúrsk héraðinu sem Úkraínumenn réðust nýlega inn í.

Í auglýsingum fyrirtækjanna er tekið fram að leitað sé að starfsfólki til að grafa skotgrafir, reisa varnarmannvirki, loftvarnarbyrgi og skriðdrekavarnir. Engrar reynslu er krafist og mánaðarlaunin eru 210.000 rúblur en það svarar til um 320.000 íslenskra króna. Vinnuveitandinn sér starfsfólki fyrir einkennisfatnaði, fæði og húsnæði.

Áður en nýja starfsfólkið (ef einhverjir fást til starfa) verður sent til Kúrsk verður það sent á tveggja vikna námskeið til að undirbúa það undir starfið á átakasvæði.

Einnig er leitað að smiðum og fólki í steypu- og lagnavinnu.

Ekki er vitað hversu marga þarf til að grafa skotgrafir og reisa varnarmannvirki en fyrirtækin staðhæfa að störfin séu ekki hættuleg.

En Rússar bíða ekki bara eftir nýja starfsfólkinu því nú þegar er byrjað að grafa skotgrafir ef miða má við gervihnattarmyndir af svæði sem er um 45 km frá úkraínsku landamærunum. BBC segir að byrjað sé að grafa skotgrafir á að minnsta kosti fimm stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin