fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Telja að kjarnorkutilraunir Frakka hafi valdið krabbameini íbúa

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. ágúst 2024 14:30

Rússar voru að sögn ekki fjarri því að beita kjarnorkuvopnum fyrir tveimur árum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1966 hófu Frakkar umdeildar tilraunir með kjarnorkusprengingar í Kyrrahafi, ekki langt frá Frönsku Pólynesíu. Alls voru 193 sprengingar framkvæmdar á þessu tímabili og þar af 41 þeirra ofan jarðar. A

Síðasta áratug eða svo hefur staðið yfir herferð íbúa há íbúum eyríkisins, sem tilheyrir Frakklandi,  þar sem farið er fram á skaðabætur vegna afleiðinga tilraunanna.  Árið 2018 til að mynda kærði forseti eyríkisins , Oscar Temaru, Frakka til  alþjóðlega sakamáladómstólsins fyrir athæfi sitt.

Sagði í kærunni að tilraunirnar hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar íbúa Frönsku Pólynesíu.

Í umfjöllun CNN er farið ítarlega yfir málið en þar er meðal annars fjallað um niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem fram kemur að um 110 þúsund manns hafi orðið fyrir áhrifum af geislavirkninni. Til samanburðar eru íbúar Frönsku Pólynesíu í dag um 290 þúsund talsins.

Þá kemur einnig fram að konur virðist vera móttækilegri fyrir afleiðingum geislunnarinnar.

Allnokkrir íbúar eyríkisins hafa fengið skaðabætur frá franska ríkinu vegna málsins þó að fjölmörg mál séu enn í ferli. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, baðst afsökunnar á tilraununum árið 2021 og viðurkenndi að þær hefðu ekki uppfyllt öryggiskröfur.

Íbúar Frönsku Pólynesíu vilja hins vegar að Frakkar gangi lengra og viðurkenni alfarið þann stóra hóp fólks sem varð fyrir áhrifum af tilraununum, biðjist afsökunnar með formlegri hætti og greiði skaðabætur við hæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin