fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Rússar héldu að þeir væru öruggir þarna – Það var rangt hjá þeim

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 04:10

Tu-22 vél í ljósum logum á flugvelli við St Pétursborg í apríl á þessu ári. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn lét leyniþjónusta úkraínska hersins til skara skríða og gerði árás á rússneska herflugvöllinn Olenya. Það eru svo sem engin ný tíðindi að Úkraínumenn ráðist á rússneska herflugvelli og herstöðvar en það sem er sérstakt við þessa árás er að herflugvöllurinn er í Múrmansk, aðeins um 200 km frá norsku landamærunum og 150 km frá finnsku landamærunum.

Norskur sérfræðingur segir áráinsa „vandræðalega“ fyrir Rússa en hershöfðingi á eftirlaunum sér hana í stærra samhengi.

Jótlandspósturinn segir að árásin hafi verið gerð með að minnsta kosti einum dróna. Hún beindist að Olenya flugvellinum sem er um 1.800 km frá Úkraínu. Markmiðið var að hæfa ofurhljóðfráar og langdrægar Tu-22M3 sprengjuflugvélar. Gervihnattarmyndir benda til að ein vél hafi skemmst en ekki liggur fyrir hversu mikið.

Ef árásin var gerð frá úkraínsku landsvæði, þá þýðir það að drónar Úkraínumanna draga mun lengra en áður var talið en þeir hafa lengi unnið að því að bæta þá og auka drægi þeirra.

Kristian Åtland, rannsóknarstjóri hjá norsku varnarmálastofnuninni, sagði í samtali við VG að ekki sé útilokað að dróninn hafi verið sendur á loft innan Rússlands af fólki sem er að störfum þar eða þá að hann hafi verið sendur frá þriðja ríki. „Í þessu tilfelli eru það Noregur og Finnland sem eru næst Kólaskaga. Það getur vel verið að Rússar setji fram ásakanir um að dróninn hafi verið sendur frá norsku eða finnsku landsvæði en ef það gerist verða þeir að vera með góðar sannanir til að setja slíkar ásakanir fram,“ sagði hann.

Hvað varðar stöðu stríðsaðilanna núna sagðist hann telja að Rússum finnist þeir vera í viðkvæmri stöðu. Það séu sífellt færri staðir í evrópska hluta Rússlands sem eru utan seilingar fyrir úkraínska dróna. Fram að þessu hafi Pútín líklega talið að Kólaskaginn væri öruggt svæði og það sé aðalástæðan fyrir að margar sprengjuflugvélar voru fluttar þangað frá sunnanverðu Rússlandi. „Það er einmitt þetta sem Úkraínumenn vilja sýna fram á núna: „Að ekki einu sinni þar geti rússneskar sprengjuflugvélar verið öruggar.““

Tom Røseth, lektor við norska varnarmálaskólann, sagði að líklega sé þriðjungur langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla geymdur í Olenya og árásin sé því „vandræðaleg“ fyrir Rússa.

Mick Ryan, fyrrum hershöfðingi í ástralska hernum, segir í umfjöllun um málið á X að Úkraínumenn reyni að nota loftárásir samhliða hernaði á jörðu niðri og diplómatískum aðgerðum til að valda Rússum gríðarlega miklu tjóni og sannfæra Pútín um að hann geti ekki náð árangri í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“