fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Ferðamenn lýsa undarlegri tilfinningu eftir að hafa heimsótt Ísland 

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 10:30

Myndin er úr safni. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er nýkominn heim frá Íslandi og er að velta fyrir mér hvort einhver hafi upplifað það sama og ég er að upplifa núna,“ segir ferðamaður sem heimsótti Ísland á dögunum og leitar til netverja eftir að hafa upplifað undarlegar tilfinningar eftir ferð sína.

Í þræði á Reddit-undirvefnum Visiting Iceland, sem eins og nafnið gefur til kynna er vettvangur fyrir ferðamenn til að deila reynslu sinni af Íslandi, segir ferðamaðurinn að hugur hans sé hreinlega fastur á Íslandi eftir ferðina. Segir ferðamaðurinn að þetta sé eins og að vera með heimþrá en tekur fram að það sé kannski ekki rétta orðið.

„Ég hef ekki upplifað svona friðsæld í langan tíma, hreina loftið þarna er eitthvað annað og mér fannst ég vera andlega nálægt guði og föður mínum heitnum sem lést fyrir nokkrum mánuðum – það var eins og hann væri með mér alla ferðina,“ segir ferðamaðurinn og bætir við að hann sakni Íslands mjög mikið og geti ekki beðið eftir að koma aftur.

Þegar athugasemdirnar undir frásögninni eru skoðaðar kemur í ljós að maðurinn er alls ekki einn um að upplifa þessar tilfinningar.

„Ég hef aldrei saknað neins áfangastaðar sem ég hef heimsótt meira en Íslands. Maður fékk einhverja óvenjulega friðartilfinningu í sálina,“ segir einn á meðan annar bætir við: „Hef upplifað þetta í hvert einasta skipti og ég hef farið níu sinnum. Ég verð hálf dasaður með kökk í hálsinum og brotið hjarta. Svo næ ég áttum og byrja að skipuleggja næstu heimsókn.“

Fleiri taka undir með þessum tveimur.

„Ég kom fyrst í nóvember og upplifði þetta sama. Ákvað svo að panta mér aðra ferð sem ég fór í febrúar,“ segir einn. Enn annar segir: „Ég hef komið til Íslands einu sinni, árið 2021, og ég hugsa um þessa ferð nokkrum sinnum í hverri viku. Þetta var líka fyrsta ferðin sem ég fór aleinn og það gerði upplifunina enn einstakari.“

Post Iceland Depression
byu/MastaTeaCup inVisitingIceland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Í gær

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í
Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið