fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 15:20

Kimberly Cheatle þarf að taka pokann sinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kimberly Cheatle, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, hefur sagt af sér. Ekki er vika liðin síðan Cheatle aftók slíkt með öllu en hún hefur verið undir miklum þrýsingi í kjölfar banatilræðis sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, varð fyrir þann 13. júlí síðastliðinn. Sagði Cheatle í afsagnarbréfi að hún hafi alltaf sett hagsmuni stofnunarinnar ofar sínum persónulegu hagsmunum og í ljósi þess hafi hún ekki séð annan leik í stöðunni en að stíga frá borði.

Cheatle mætti í gær fyrir eftirlits- og ábyrgðanefnd Bandaríkjaþings og þar var hún tekin til bæna af þingmönnum úr flokki Demókrata og Repúblikana. Var almenn óánægja með svör hennar eða öllu heldur skort þar á. Til að mynda svaraði hún spurningu um af hverju að engin leyniþjónustumaður var á þakinu, þaðan sem Thomas Matthews Crooks skaut að Trump, á þá leið að þakið væri of bratt og því hefði það getað ógnað öryggi starfsmanna að koma sér þar fyrir.

Var meðal annars lögð fram sú tillaga að ákæra Cheatle fyrir framkvæmd leyniþjónustunnar þennan örlagaríka dag en síðan komust þingmenn að þeirri niðurstöðu að „fullkomin vanhæfni“ væri ekki refsiverð.

Cheatle hefur starfað hjá leyniþjónustunni í tæpa þrjá áratugi en hún tók við starf yfirmanns stofnunnarinnar árið 2022. Hún er aðeins önnur konan sem gegnir stöðunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti