fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. júlí 2024 13:30

Biden er sagður þrjóskur maður en hann lét loks undan þrýstingi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smátt og smátt eru að koma upplýsingar upp á yfirborðið um hvað gekk á bak við tjöldin þegar Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ákvað að stíga til hliðar í kosningabaráttunni og sækjast ekki eftir endurkjöri.

Biden, sem sagður er frekar þver maður, hafði staðið þrýsting samherja sinna um að stíga til hliðar í kjölfar afleitrar frammistöðu í sjónvarpskappræðum gegn Donald Trump þann 27. júní síðastliðinn sem sáði fræjum efasemdar um að hann væri hæfur til að gegna embættinu áfram.

Vefmiðillinn Politico hefur greint frá því að sólarhring áður hafi Biden tjáð samstarfsmönnum að hann væri ekki á þeim buxunum að hætta og því ætti að keyra áfram á verkefni á fullri ferð.

Seinni þennan örlagaríka dag á Biden síðan að hafa fundað með traustum ráðgjöfum sínum, Steve Ricchetti og Mike Donilon. Þeir hafi greint honum frá því hversu erfitt það hafi skyndilega orðið að safna fé í kosningabaráttuna en einnig kynnt fyrir Biden skoðanakannanir sem bent hafi til þess að sigurmöguleikar hans gegn Trump væru að engu orðnir.
Ekki bara var útlitið orðið svart í nokkrum mikilvægum sveifluríkjum heldur var staðan líka að verða slæm í ríkjum sem nánast undantekningarlaust tilheyra Demókrötum eins og Virginía og Nýja Mexíkó.  Fundurinn hafi gert það að verkum að Biden þurfti að horfast í augu við það framboð hans var á enda runnið.
Þá hafi Nancy Pelosi,  fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, einnig skipt sköpum. Hún hafi þrýst verulega á Biden undanfarna daga og tilkynnt honum að ef hann stigi ekki til hliðar þá þyrfti hún að stíga fram í fjölmiðlum og segja skoðun sína afdráttarlaust.
Biden hafi því að lokum séð sæng sína útbreidda, tilkynnt  ákvörðun sína litlum hópi náinna samstarfsmanna og lét síðan sprengjuna falla á samfélagsmiðlum.
Eins og alþjóð veit lýsti Biden yfir stuðningi við varaforseta sinn, Kamölu Harris, í komandi baráttu. Allt bendir nú til þess að hún muni hreppa hnossið og verða útnefnd sem forsetaefni Demókrata á komandi flokksþingi. Margir mögulegir keppinautar hennar hafa þegar lýst yfir stuðningi við hana og þá er það styrkleikamerki fyrir hana að framlög til kosningabaráttu Demókrata hefur tekið mikið stökk eftir að Biden sagði af sér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“