fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Pálmi Þór lést á Spáni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 18:01

Pálmi Þór Erlingsson lést af slysförum á Spáni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingurinn sem fannst látinn á Spáni þann 12. júlí síðastliðinn hét Pálmi Þór Erlingsson og var fæddur árið 1976, 47 ára að aldri. Nútíminn greindi frá nafni hins látna fyrir stundu.

Eins og DV greindi frá í morgun var andlát Pálma Þórs komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins auk þess sem lögregluyfirvöldum hafði verið gert kunngjört um andlátið.

Pálmi Þór, sem var faðir fjögurra barna, lést af slysförum samkvæmt frétt Nútímans á Alicante-svæðinu á Spáni. Kemur fram að hluti fjölskyldu Pálma Þórs sé nú úti að ganga frá málum varðandi andlátið.

Í umfjöllun Nútímans kemur fram að Pálmi Þór hafi verið mikill fjölskyldumaður og aðstandendur hans séu harmi slegnir yfir fráfalli hans.

Uppfært 17.7 2024:

Ranglega er sagt í umfjöllun Nútímans og þessari frétt að Pálmi Þór hafi látist af slysförum. Banamein hans voru bráð veikindi. Beðist er velvirðingar á þessu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari