fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn fá að kenna á nýrri taktík Pútíns

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. júlí 2024 08:00

Hér sjást rússneskir skriðdrekar áður en Úkraínumenn skutu á þá. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur yfirstjórn hersins verið gagnrýnd fyrir þá taktík sem beitt hefur verið. Voru hermenn sendir beint í dauðann og var til dæmis sagt að orustan um Bakmút hefði verið hrein „hakkavél“. Þar voru rússneskir hermenn sendir beint út í opinn dauðann. Taktíkin var að treysta á að með fjöldanum næðist árangur, úkraínsku hermennirnir myndu einfaldlega verða uppiskroppa með skotfæri þegar hermenn streymdu fram í nærri endalausum röðum.

En nú hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, breytt um taktík. Nú sækja Rússar ekki fram í bylgjum eins og áður, nú reyna þeir hægt og rólega að leggja land undir sig með því að þreyta úkraínsku hermennina.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War skýrir frá þessu í umfjöllun sinni um gang stríðsins. Bendir hún á að þessi taktík sé í takt við það sem Pútín sagði þegar hann ávarpaði þjóð sína 8. júní síðastliðinn. Þá sagði hann að rússneskar hersveitir muni sækja hægt og bítandi fram um óákveðinn tíma og Úkraínumenn geti ekki gert neina gagnsóknir, að því að heitið geti, og þannig muni Rússar sigra í stríðinu.

Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að í maí hafi rúmlega 1.000 rússneskir hermenn fallið eða særst á vígvellinum í Úkraínu á degi hverjum. The New York Times skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin