fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 07:00

Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári létust 378 Norðmenn á aldrinum 1 til 39 ára af völdum sjúkdóma. Þetta eru 50% fleiri dauðsföll í þessum aldurshópi en á árunum 2010 til 2019. Marga vísindamenn grunar að ástæðan fyrir þessari aukningu dauðsfalla sé COVID-19 og eftirköst af sjúkdómnum.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir hjarta- og æðasjúkdómar hafi kostað fleiri lífið en reiknað var með en mesta aukningin á síðasta ári sé í flokknum „aðrir sjúkdómar“.

Richard White, vísindamaður, óttast að norsk yfirvöld taki afleiðingum COVID-19 ekki nægilega alvarlega.  Arne Søraas, smitsjúkdómalæknir, hvetur norska heilbrigðisráðherrann til að taka eftirköstum COVID-19 alvarlega og íhuga að bjóða þjóðinni upp á bólusetningu.

Preben Aavitsland, forstjóri hjá landlæknisembættinu, telur hins vegar að það sé fátt sem bendi til að eftirköst af COVID-19 leiði til hærri dánartíðni.

Eins og áður sagði létust 378 ungir Norðmenn af völdum sjúkdóma á síðasta ári. Það eru 128 fleiri en reikna mátti með miðað við meðaldánartíðnina í þessum aldurshópi frá 2010 til 2019.

Hjarta- og æðasjúkdómar urðu fleiri að aldurtila en vænta mátti en mesta aukningin var í flokknum „allir aðrir sjúkdómar“. Í þeim flokki eru mest áberandi orsakirnar „aðrir sjúkdómar og óþekktar orsakir“ sem og taugasjúkdómar og andlegir sjúkdómar.

White, sem starfaði áður hjá landlæknisembættinu við málefni tengd of hárri dánartíðni, benti á að í ítarlegri skýrslu komi fram að COVID-19 geti valdið tjóni á öllum líffærum líkamans. Hann hefur áður varað við afleiðingum þess að láta norsku þjóðina takast á við veiruna hvað eftir annað. Í mars spáði hann því að dánartíðnin meðal ungs fólks yrði hærri af völdum margra ólíkra sjúkdóma. Nú er komið á daginn að hann hafði rétt fyrir sér.

Í samtali við Norska ríkisútvarpið benti hann á að mikil aukning hafi orðið í fjarveru frá vinnu og skóla vegna veikinda og sjúkdómar og veikindi hafi færst í aukana eftir að heimsfaraldurinn skall á. „Það eru mörg púsl í þessu púsluspili en enginn horfir á heildarmyndina. Ég tel augljós að COVID-19 leikur lykilhlutverkið í þessu öllu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér