fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir íslensk heimili greiða 5% meira í vaxtagreiðslur af húsnæðisláni en nágrannaþjóðirnar Færeyjar og Danmörk. Breytilegir vextir húsnæðislána á Íslandi eru nú á bilinu 9-11%, sem er tvöfalt hærra en í Færeyjum (og þrefalt hærra en í Danmörku). 

„Það þýðir að íslenskt heimili sem skuldar 40 mkr. í húsnæðislán greiðir 167 þúsund krónur hærri upphæð í vexti á mánuði en færeyskt heimili sem skuldar sambærilega upphæð, og 223 þúsund krónur á mánuði hærri upphæð en danskt heimili.“

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna

Breki segir í færslu á Facebook að upp úr þurru hafi samkvæmisleikurinn „Frúin í Þórshöfn“ verið uppfærður:

„Margfaldaðu 50.000 með fjölda milljóna króna sem þú skuldar í húsnæðislán. Ef lánið þitt stendur í 10 milljónum, er upphæðin 500.000 kr. Standi það í 20 millljónum er upphæðin 1 milljón kr. og svo framvegis.

Þetta er upphæðin sem þú greiðir árlega í vexti af húsnæðisláninu þínu umfram það sem Færeyingar greiða. Ímyndaðu þér svo hvað þú getur gert við peningana sem þú myndir spara ef vextir á íslandi væru á pari við vexti í Færeyjum. Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!

Þarna munar fimm prósentustigum, eða 50.000 krónur á hverja lánsmilljón í vaxtagreiðslur á ári. Þegar fyrst var boðið upp á leikinn fyrir sjö árum, var þessi munur 40% lægri. Vaxtamunurinn var „einungis“ 3% árið 2017.“

Breki segir fréttir af lægri verðbólgu jafn mikið fagnaðarefni og hátt viðvarandi vaxtastig er mikið áhyggjuefni. Breytilegir vextir húsnæðislána á Íslandi eru nú á bilinu 9-11%, sem er tvöfalt hærra en í Færeyjum (og þrefalt hærra en í Danmörku).

„Að lokum stendur eftir fimmprósenta spurningin: Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum? (Bónusspurning: Af hverju er vaxtamunurinn meiri en áður?)

Svörum henni, göngum í að laga það og spörum íslenskum heimilum dágóðar summur.“

Breki birti meðfylgjandi mynd með færslunni en hann segir myndina svar myndavitvélar við spurningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast