fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Úkraínskir karlmenn fara í felur til að komast hjá herþjónustu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. júní 2024 08:30

Úkraínskir hermenn með úkraínska fánann. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af ótta við að vera kallaðir í herinn og deyja í stríðinu við Rússa fara margir úkraínskir karlmenn í felur. Í stórum borgum á borð við Kyiv og Lviv eru hópar á samfélagsmiðlum notaðir til að koma viðvörunum um herkvaðningu áleiðis. Í sumum þessara hópa eru tugir þúsunda manna.

The New York Times skýrir frá þessu og hefur þetta eftir úkraínskum karlmönnum, sem vilja ekki fara í stríð. Þeir segjast óttast að verða sendir í fremstu víglínu án þess að fá næga þjálfun áður.

Hernaðarsérfræðingar hafa áður tekið í sama streng og segja að skortur á þjálfun geri varnirnar í fremstu víglínu erfiða.

Frá því í febrúar 2022 hefur herkvaðning verið í gangi í Úkraínu og hefur hún verið framlengd hvað eftir annað. Reglurnar, sem gera mönnum á herskyldualdri kleift að koma sér hjá því að gegna herþjónustu, hafa einnig verið hertar hvað eftir annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út