fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Yfirvofandi hætta á stórum veirufaraldri – Hvetja til undirbúnings fyrir nýja heimsfaraldur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. júní 2024 07:00

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættan og líkurnar á nýjum stórum veirufaraldri af völdum fuglaflensuveirunnar H5N1 eru miklar og yfirvofandi. Yfirvöld um allan heim þurfa því að undirbúa sig undir nýjan heimsfaraldur.

Þetta segja tveir þekktir og leiðandi sérfræðingar í grein sem birtist í hinu virta vísindariti British Medical Journal fyrir helgi.

Vísindamennirnir, þeir Christopher Dye, sem er prófessor í faraldsfræði við Oxford University, og Wendy S Barclay, veirufræðingur sem starfar hjá Imperial College London, segja að það sé nauðsynlegt að vera tilbúin með viðbragðsáætlanir til að koma í veg fyrir að til heimsfaraldurs komi sem og til að takast á við heimsfaraldur.

Ástæðan fyrir áhyggjum þeirra er að stór faraldur fuglaflensu barst til Bandaríkjanna frá Evrópu haustið 2020 og síðan til annarra heimshluta. Veiran hefur borist í margar dýrategundir og er um faraldur að ræða hjá þeim því milljónir fugla og tugir þúsunda annarra dýra hafa drepist af völdum veirunnar.

En það sem hefur vakið einna mesta athygli og áhyggjur er að veiran hefur borist í þúsundir mjólkurkúa í Bandaríkjunum. Þegar þetta er skrifað hefur veiran greinst á 90 kúabúum í 12 ríkjum. Fyrir tveimur mánuðum voru þetta 16 kúabú í 6 ríkjum.

Það er sjaldgæft að H5N1 veiran berist í fólk en það kemur þó fyrir, nú síðast í Texas í Bandaríkjunum. Frá 2003 til 2022 voru 886 tilfelli H5N1 veirunnar í fólki skráð í 21 landi. Dánartíðnin var 53%.

Smiteinkenni hjá fólki geta verið allt frá því að vera væg, til dæmis augnsýking, upp í alvarlega sýkingu í öndunarfærunum sem getur síðan þróast yfir í alvarlega lungnabólgu með hárri dánartíðni.

Vísindamennirnir hafa áhyggjur af að veiran stökkbreytist og geti borist á milli fólks og þannig hrundið nýjum heimsfaraldri af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin