fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Faðir Ingva Hrafns: „Það er einhver skítur þarna í gangi, ég bara finn það á mér“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. júní 2024 12:00

Tómas Ingvason. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru ófullnægjandi svör,“ segir Tómas Ingvason, faðir Ingva Hrafns sem svipti sig lífi á Litla-Hrauni þann 5. maí síðastliðinn, í samtali við DV.

Tómas hefur kallað eftir því að fá aðgang að sjálfsvígsbréfi sem sonur hans skildi eftir sig, en um var að ræða handskrifað bréf sem Tómas virðist hafa fengið ritskoðaða og vélritaða útgáfu af.

Fjallað var ítarlega um málið á vef Nútímans í morgun þar sem Tómas lýsti furðu sinni á þessu.

„Drengurinn minn skilur eftir sig sjálfsvígsbréf og við fjölskyldan höfum ekki fengið það afhent. Það eina sem við fengum var rafræn útgáfa af sjálfsvígsbréfinu. Eitthvað sem lögreglan hefur slegið inn í Word og svo sent á okkur. Gott og vel. Það væri ásættanlegt ef það innihéldi allt sem stóð í bréfinu. Það er bara ekki þannig,“ sagði Tómas við Nútímann.

Í frétt Nútímans kom fram að lögregla hefði ekki svarað því hvers vegna handskrifaða bréfið var ekki afhent. Það var svo eftir að fréttin birtist í morgun að svar fékkst frá lögreglunni á Suðurlandi þar sem sagði:

„Hluti bréfsins er ekki beint til þeirra aðstandenda sem hafa óskað eftir gögnum málsins heldur til annars aðila og því var tekin ákvörðun á þessu stigi að afhenda þeim ekki bréfið í heild sinni.“

Tómas segir að þessi svör lögreglunnar séu ekki fullnægjandi.

„Það er verið að leyna hlutum, af hverju tóku þeir ekki mynd af bréfinu í staðinn fyrir að láta okkur fá á prenti þessa síðustu línu. Hvað veit ég hvort þetta er falsað eða ekki? Það er ófagmannlega að þessu staðið,“ segir Tómas í samtali við DV. Hann kveðst hafa sent beiðni til Umboðsmanns Alþingis þar sem hann kallar eftir rannsókn á starfsháttum lögreglu.

Tómas hefur áður gagnrýnt harðlega hlut lögreglu í aðdragandanum að láti sonar hans. Ingvi var kominn í opið úrræði á áfangaheimilinu Vernd og var nálægt því að ljúka afplánun þegar hann var handtekinn vegna kæru, fluttur í einangrun á Hólmsheiði og svo á Litla-Hraun.

„Sérsveitin handtók hann inni á Vernd vegna kæru fyrir alvarlegt brot. En nú vil ég fá að vita hvaða sönnunargagna hafði verið aflað, voru forsendur fyrir þessum harkalegu aðgerðum? Ég veit að þessi handtaka var honum mikið áfall. Þetta þurfum við að fá allt upp á borðið,“ sagði Tómas meðal annars í viðtali við DV fyrir skemmstu.

Undir þetta hafa samtökin Afstaða meðal annars tekið en í yfirlýsingu eftir andlát Ingva Hrafns sögðu samtökin meðal annars: „Það að vera sviptur frelsi með þeim hætti, án dóms eða yfirleitt sönnunarfærslu, er gríðarlega þungbært og ætti fólk í þeirri stöðu að vera undir eftirliti sérfræðinga í geðheilbrigði og sálgæslu.“

Umfjöllun Nútímans um mál Ingva Hrafns í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tengsl Elliða og formanns bæjarráðs við Heidelberg óþægileg – „Ég bara trúi því ekki að þeir hafi verið svo vitlausir“

Tengsl Elliða og formanns bæjarráðs við Heidelberg óþægileg – „Ég bara trúi því ekki að þeir hafi verið svo vitlausir“
Fréttir
Í gær

Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum

Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talaði frænka Pútíns af sér?

Talaði frænka Pútíns af sér?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Önnur kæra á hendur Eldi – Sakaður um að segja rangt til um búsetu

Önnur kæra á hendur Eldi – Sakaður um að segja rangt til um búsetu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásbjörn og Bessi sakfelldir fyrir nauðgun á 18 ára stúlku – Landsréttur sneri við dómi

Ásbjörn og Bessi sakfelldir fyrir nauðgun á 18 ára stúlku – Landsréttur sneri við dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“