fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

„Glataðasta frétt vikunnar er fundin“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2024 07:38

Stefán Pálsson. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ísland varð pínkulítið lélegra og leiðinlegra við þessar fréttir,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Stefán gerir þar lokun Hamarsins í Hafnarfirði, ungmennahúsi fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára, að umtalsefni og deilir grein sem Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifaði á Vísi síðdegis í gær.

Í grein sinni benti Óskar, starfsmaður Hamarsins til fimm ára, á að ungmennahúsið hafi vakið verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tómstundastarf og þjónustu við fjölbreytta hópa ungs fólks. Meirihluti bæjarstjórnar hafi nú ákveðið að leggja ungmennahúsið niður og segja upp öllu starfsfólki, að því er virðist af engri ástæðu.

Stefán tekur undir orð Óskars og segir:  „Glataðasta frétt vikunnar er fundin – og það er engin samkeppni.“

Stefán nefnir að hann hafi verið í starfshópi á vegum Reykjavíkurborgar til að fjalla um málefni Hins hússins og ungmennastarf í höfuðborginni.

„Við höfum kallað til okkar alla mögulega og ómögulega sérfræðinga á sviði starfs með ungu fólki, bæði fræðafólk og aðila með reynslu á gólfinu. Ég ætla að fullyrða að mest spennandi verkefnið sem við kynntum okkur var Hamarinn í Hafnarfirði,“ segir Stefán og bætir við að enda hafi það farið þannig að þau létu sér ekki nægja eina heldur tvær kynningar frá Margréti Gauju Magnúsdóttur, forstöðumanni Hamarsins, á því frábæra starfi sem þar hefur verið unnið.

„Einkum horfðum við til vinnu þeirra með ungmennum af erlendum uppruna og veltum því fyrir okkur hvernig útvíkka mætti það fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Það er því algjörlega ömurlegt að heyra að Hafnarfjarðarbær slátri Hamrinum með pennastriki. Ísland varð pínkulítið lélegra og leiðinlegra við þessar fréttir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK