Önnur þeirra er í Krasnodar og hafa myndir verið birtar sem sýna tjón á byggingum. Hin er í Orenburg, við afgönsku landamærin. Ekki er vitað um hversu miklar skemmdir urðu þar.
Þessar ratsjár geta meðal annars fylgst með langdrægum eldflaugum og flugumferð í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Þær gegna einnig hlutverki í eftirliti Rússa með hugsanlegum kjarnorkuvopnaárásum á landið að sögn Thord Are Iversen, óháðs hernaðarsérfræðings, sem ræddi við Reuters.
Heimildarmennirnir, innan úkraínsku leyniþjónustunnar, sögðu að ástæðan fyrir árásunum á ratsjárnar sé að þær séu notaðar til að fylgjast með úkraínska hernum.
Mykola Bieliskov, úkraínskur sérfræðingur í varnarmálum, sagði í raun geti báðar þessar ástæður legið að baki árásunum.