Maldíveyjar – margrómaðar fyrir hvítar strendur og kristaltæran sjó – hafa notið nokkurra vinsælda meðal ísraelskra ferðamanna, en um ellefu þúsund Ísraelsmenn heimsóttu eyjarnar á síðasta ári.
Mohamed Muizzu, forseti Maldíveyja, segir að vinna við þetta sé þegar farin í gang og standa vonir til þess að ný lög taki gildi áður en langt um líður. Þá hafa stjórnvöld ákveðið samhliða að hefja söfnun fyrir íbúa á Gaza.
Oren Marmorstein, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, hefur hvatt þá Ísraelsmenn sem eru á eyjunum að yfirgefa þær og þá hefur hann hvatt aðra erlenda ríkisborgara til að gera það sama.