fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Óhugnaður í Mosfellsbæ – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. maí 2024 16:00

Frá Bjarkarholti í Mosfellsbæ. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegur atburður átti sér stað aðfaranótt þriðjudagsins 20. apríl árið 2021, í fjölbýlishúsi við götuna Bjarkarholt í Mosfellsbæ. Kona sem í dag er fertug að aldri stakk þá karlmann um fimmtugt ítrekað með 15 sentimetra löngum hnífi. Í ákæru saksóknara sem DV hefur undir höndum segir að maðurinn hafi fengið 5 cm langan skurð á aftanverða vinstri öxl og djúpan skurð í vinstri hnésbót svo af hlaust skaði á taug.

Héraðsaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á hnífnum sem konan beitti í árásinni.

Árásarþolinn krefst fimm milljóna króna í miskabætur.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 4. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin