fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Þjóðverjar ætla að efla hernaðarstuðninginn við Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 06:30

Úkraínskir hermenn með úkraínska fánann. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, heimsótti Úkraínu á þriðjudaginn og ræddi við þarlenda ráðamenn í Kiyv. Ferð hennar er nýjasta dæmið um stuðning Vesturlanda við Úkraínu. Ferðin kom á sama tíma og spurðist út að Þjóðverjar hyggist efla stuðning sinn við Úkraínu til mikilla muna.

Baerbock hvatti bandalagsríki Úkraínu til að senda fleiri loftvarnarkerfi til landsins þar sem Rússar láti flugskeytum og sprengjum rigna yfir landið þessar vikurnar.

Þjóðverjar hafa lagt drjúgt af mörkum í hernaðaraðstoð við Úkraínu, aðeins Bandaríkjamenn hafa verið rausnarlegri.

Reuters hafði eftir heimildarmanni innan þýska stjórnkerfisins að Þjóðverjar ætli að verja 3,8 milljörðum evra til viðbótar í hernaðarstuðning við Úkraínu á þessu ári. Áður höfðu þeir eyrnamerkt 7,1 milljarða evra til kaupa á vopnum og skotfærum á þessu ári. Bild skýrir frá þessu.

Fjármálaráðuneytið hefur nú þegar farið fram á að 15 milljörðum evra verði varið í hernaðaraðstoð við Úkraínu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári