Þetta sögðu ónafngreindir heimildarmenn innan úkraínska hersins við The New York Times.
Áður hefur verið skýrt frá vandræðum Úkraínumanna vegna skorts á skotfærum og vopnum frá Vesturlöndum. Eftir að Rússar opnuðu nýja víglínu í Kharkiv-héraðin þann 10. maí þegar þeir hófu sókn þar, er stærsti vandi úkraínska hersins sagður vera að hann er að verða uppiskroppa með varaliðssveitir.
Hefur því þurft að flytja hersveitir frá öðrum hlutum víglínunnar til Kharkiv. Þetta gerir auðvitað að verkum að varnirnar veikjast á öðrum hlutum víglínunnar.
Í grein The New York Times er þeirri spurningu varpað fram hvort þau skotfæri og vopn, sem streyma nú til Úkraínu frá Bandaríkjunum, geti bætt upp skortinn á hermönnum og geti gert Úkraínumönnum kleift að hindra sókn Rússa.