Maður sem fæddur er árið 1966 hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á öldurhúsinu Dillon við Laugaveg í nóvember árið 2021.
Maðurinn sló dyravörð í í andlitið með glerglasi, er verið var að vísa honum út af staðnum, með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut 5 mm langan skurð til hliðar við vinstra auga og mar á kinn þar í kring.
Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Brotaþolinn fer fram á miskabætur upp á 1,5 milljón króna.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 23. maí.
Fréttinni hefur verið breytt.