fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2024 06:30

Lögreglumenn að störfum. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók par í nótt eftir að tilkynnt var um rúðubrot í sameign fjölbýlishúss.

Tilkynning um málið barst á öðrum tímanum í nótt og fannst parið skömmu síðar á bifreið og var þá handtekið vegna málsins. Að sögn lögreglu kom í ljós við vinnslu málsins að annað þeirra var með vopn og fíkniefni meðferðis auk þess að vera grunaður um fleiri brot. Var viðkomandi vistaður í fangaklefa á meðan málið er í rannsókn.

Lögreglu var svo tilkynnt um þjófnað fyrir utan vinnusvæði fyrirtækis á fjórða tímanum í nótt. Þar hafði hjóli verið stolið og hafði lögregla grun um hver gæti verið þar að verki. Fannst hjólið skömmu síðar fyrir utan heimili viðkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið