fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. maí 2024 11:30

Vindmyllugarðar hafa víða sprottið upp nálægt strandlengjum. Þessi er við Holland. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisstjórnin hefur veitt styrk til að rannsaka fýsileika þess að setja upp vindmyllur á hafi úti við Ísland. Yrði þetta að veruleika yrði þetta fyrsti íslenski vindmyllugarðurinn á hafi úti.

Í gær var tilkynnt um að Breska jarðfræðistofnunin (BGS) hefði fengið styrk frá Náttúrurannsóknarráði Bretlands (NERC) til að hefja samstarf við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) um rannsóknina. Hinar bresku stofnanir eru fjármagnaðar af skattfé.

Í viðtali við hafrannsóknarmiðilinn Riviera í gær segir Anett Blischke, jarðfræðingur hjá ÍSOR, að samstarfið við BGS sé spennandi tækifæri fyrir Ísland til að kanna algerlega nýja orkuuppsprettu.

Hingað til hefur aðeins verið horft til uppsetningar á vindorkuverum á landi. Meðal annars í Klausturseli í Múlaþingi, í Grjóthálsi í Borgarbyggð eða austan við Húsavík í Norðurþingi. Eru það oft erlendir aðilar sem sýna því áhuga, svo sem kanadíska fyrirtækið Zephyr og franska fyrirtækið Qair.

„Fókus landsins hefur hingað til verið á jarðvarma og vatnsaflsvirkjanir á landi. Þetta samstarf er byrjunin á að skilja betur tækifærin og leiðir til að minnka áhættu fyrir orkuöflun á sjó í slæmum veðuraðstæðum við Ísland,“ sagði Blischke við Riviera.

Vettvangsferð á Skeiðarársand

Verkefnið mun standa yfir í eitt ár og tvær vettvangsferðir verða farnar. Önnur til Íslands í ágúst á þessu ári og önnur til Skotlands í september.

Munu vísindamennirnir vinna saman að og skiptast á upplýsingum, einkum um jarðfræði og jarðlíkanagerð fyrir hafsbotninn og strandlengjur. Einkum verður horft til svæðisins við Skeiðarársand, undan Skeiðarárjökli.

„Bæði löndin hafa grófar strandlengjur með fjölbreyttum berggrunni. Fyrir utan það þurfa Íslendingar að gera ráð fyrir jarðfræðilegum breytingum í ljósi hreyfinga á flekaskilum og vegna eldgosa,“ segir í tilkynningu frá BGS um rannsóknina.

Að mati BGS mun rannsóknin auka skilning á jarðlögum við jöklasvæði og hvernig hin fjölbreytta íslenska strandlengja er samanborin við hina bresku. Þessar upplýsingar muni styðja við fyrirtæki og stofnanir við að taka upplýstar ákvarðanir varðandi uppsetningu endurnýjanlegra orkugjafa á á hafi.

Stór svæði heppileg

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- og loftslagsráðherra, tilkynnti það í júlí árið 2022 að skipaður yrði starfshópur til að kanna möguleikann á nýtingu vindorku í hafi. Það er hversu fýsilegt og hagkvæmt það yrði, gróft mat á mögulegri framleiðslugetu, heppilegar staðsetningar og hvernig þyrfti að breyta regluverkinu.

Guðlaugur Þór lét byrja að kanna fýsileikann árið 2022.

Skýrslu var skilað í júní ári seinna og kom þar fram að vindmyllur á hafi gætu orðið raunhæfur liður í orkuskiptum á Íslandi til lengri tíma, en þó ekki fyrr en eftir árið 2030. Vindmyllurnar gætu framleitt á bilinu 1 til 2 terawattsstundir fyrir hverja 100 til 200 ferkílómetra af haffleti. Hægt væri að finna 500 til 2000 ferkílómetra á Íslandi sem myndu henta fyrir botnfastar vindmyllur.

Starfshópurinn taldi fýsilegustu staðina vera fyrir austan land, frá Stokkseyrargrunni að Húnaflóa og á svæði vestan við landið, frá Eldeyjarbanka að Breiðafirði.

Ekki allir hrifnir

Ekki eru allir hrifnir af vindmyllugörðum á hafi úti. Norska hafrannsóknarstofnunin mælir gegn því að vindmyllur séu reistar á svæðum sem eru mikilvæg fyrir lífríkið. Vindmyllur framleiði hljóð sem fiskar og spendýr heyra. Norskir útgerðarmenn hafa einnig áhyggjur af uppsetningu vindmyllugarða en slíkt hefur verið mjög í umræðunni í Noregi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu