Rodrigo Bentancur miðjumaður Tottenham var svo allt annað en sáttur með að vera tekinn af velli gegn Manchester City í gær.
Bentancur var á gulu spjaldi og hafði verið í vandræðum með varnarleikinn vegna þess.
Bentancur hafði verið ragur við að brjóta og var því ákveðið að kippa honum af velli.
Hinn blóðheiti miðjumaður frá Úrúgvæ sturlaðist við þetta og ákvað að sparka af öllu afli í varamannabekkinn.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Bentancur is absolutely furious 🫣pic.twitter.com/f5L9c5BrzS
— CentreGoals. (@centregoals) May 14, 2024