fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fréttir

Hefur ekki mikla trú á nýjustu sókn Pútíns – Skammvinn velgengni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 07:00

Hér sjást rússneskir skriðdrekar áður en Úkraínumenn skutu á þá. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússum hefur orðið nokkuð ágengt að undanförnu á vígvellinum í Úkraínu, sérstaklega í austurhluta landsins. En það líður kannski ekki á löngu áður en þetta snýst við og Rússar þurfa að verjast og jafnvel hörfa.

Þetta er mat Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðings við danska varnarmálaskólann. Í samtali við B.T. sagði hann að Rússum hafi orðið nokkuð ágengt að undanförnu í austurhluta Úkraínu en þetta hafi verið þeim dýrkeyptur árangur. Fljótlega fái Úkraínu fleiri vopn frá Vesturlöndum og þá geti þetta snúist við.

Hann sagðist ekki sjá þess merki að mjög miklar breytingar hafi orðið á vígvellinum að undanförnu, Rússar hafi ekki fengið neitt afgerandi út úr sókn sinni.

Hann missti auðvitað ekki af sjö mínútna langri ræðu Pútíns á fimmtudaginn, þegar Rússar minntust sigursins yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. „Hann virtist í góðu formi en allar þessar hótanir, sem hann kom með, vitna um leið um ákveðið óöryggi. EF Rússar fá ekki nóg út úr stöðunni á vígvellinum núna, þá er útlitið ekki svo gott hjá þeim,“ sagði hann.

Í fyrrnefndri ræðu hafði Pútín enn einu sinni í hótunum við Vesturlönd og minnti þau á að Rússar eigi kjarnorkuvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“

„Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“

Trump er brjálaður út í fjölmiðilinn – „Ég aðvara þessa „drullusokka“ aftur“
Fréttir
Í gær

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“

Forsætisráðherra Spánar vill láta reka Ísrael úr Eurovision – „Við getum ekki sýnt þennan tvískinnungshátt“
Fréttir
Í gær

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“

„Sé ég mig knúinn til að svara fyrir síendurteknar ásakanir, rógburð og yfirgang körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar“