fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Úkraínskur herforingi telur að stríðinu geti aðeins lokið við samningaborðið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 18:30

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vadym Skibitsky, hershöfðingi í úkraínska hernum og næstæðsti yfirmaður leyniþjónustu hersins, segir að Úkraína geti ekki sigrað rússneska innrásarherinn ein síns liðs, ekki einu sinni þótt það tækist að hrekja Rússa aftur að rússnesku landamærunum. Stríðinu getur aðeins lokið við samningaborðið segir hann.

Þetta sagði hann í samtali við The Economist. Hann sagði að staðan á vígvellinum núna sé sú að báðir aðilar reyni að ná sem bestri stöðu áður en til eiginlegra samningaviðræðna kemur. Hann sagði einnig að raunverulegar samningaviðræður muni ekki eiga sér stað fyrr en á síðari helmingi 2025 en fram að því muni Rússar lenda í miklum mótvindi.

Hann sagði það aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná bænum Chasiv Yar á sitt vald en bærinn er að hans sögn mikilvægur fyrir hugsanlega sókn Rússa að síðustu stóru bæjunum, sem eru á valdi Úkraínu, í Donetsk.

Hann spáir því að Rússar hrindi þriggja stiga áætlun af stað nú í maí, markmiðið sé að raska jafnvæginu í Úkraínu. Fyrsta stigið er hreinn stríðsrekstur og þrátt fyrir að Bandaríkjaþing hafi nýlega samþykkt hjálparpakka upp á 60 milljarða til handa Úkraínu, þá muni taka tíma að koma vopnunum tímanlega á vígvöllinn.

Annað stig áætlunarinnar er að hans sögn að dreifa fölskum upplýsingum til að grafa undan fyrirætlunum Úkraínu um herkvaðningu og lögmæti þess að Zelenskyy gegni forsetaembættinu en formlega séð lýkur kjörtímabili hans þann 20. maí en samkvæmt úkraínsku stjórnarskránni getur forsetinn setið lengur, án þess að kosið sé, ef stríð geisar.

Þriðja og síðasta stigið er að Rússar munu reyna að einangra Úkraínu á alþjóðavettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“