fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2024 04:04

Rússar boðuðu til kosninga á herteknu svæðunum síðasta haust og nú ætla þeir að kalla heimamenn í herinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að reyna að þvinga karla, sem búa á herteknu svæðunum í Úkraínu, í herinn. Þetta segir breska varnarmálaráðuneytið en það birtir daglegar stöðufærslur um gang stríðsins.

Segir ráðuneytið að héraðsstjórinn í Zaporizhzhia hafi undirritað tilskipun um þetta í apríl og séu yfirvöld í héraðinu nú að undirbúa herkvaðningu.

Segir ráðuneytið að þetta sé einnig hluti af aðgerðum Rússa við að fá íbúana til að sætta sig við að Rússar ráði ríkjum.

Ráðuneytið segir einnig að tilraunir Rússar til að þvinga íbúa herteknu svæðanna til að fá sér rússnesk vegabréf, sé enn eitt dæmið um þá stefnu sem ráðamenn í Moskvu reka.

Að sögn ráðuneytisins þá mun herkvaðning á herteknu svæðunum ekki breyta miklu varðandi bardagagetu rússneska hersins því flestir úkraínskir karlmenn, sem eru á því sem kallað er bardagafærum aldri, hafi nú þegar yfirgefið svæðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?
Fréttir
Í gær

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“
Fréttir
Í gær

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga