fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á bílastæði fyrir utan verslun Bónus á Fitjum í Reykjanesbæ.

Atvikið átti sér stað þann 5. desember í fyrra en samkvæmt ákæru ýtti maðurinn vinstri framhurð bifreiðar á mann sem sat í henni og ætlaði að stíga út. Í kjölfarið sló hann manninn í þrígang í höfuðið þar sem hann sat í bílstjórasætinu.

Afleiðingar árásarinnar voru þær að ökumaðurinn hlaut svima og verki í höfði, roða og bólgur á og við vinstri kinn og auga, rautt far ofarlega hægra megin á nefi auk þess að fá roða, eymsli og móðusýn á vinstri auga. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum þennan sama dag.

Árásarmaðurinn, sem er fæddur árið 1978, mætti ekki þegar málið var þingfest og var fjarvist hans metin til jafns við það að hann viðurkenndi að hafa framið brotið samkvæmt ákæru.

Fangelsisdómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára og þá var honum gert að greiða 120 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins. Loks var honum gert að greiða fórnarlambi sínu 330 þúsund krónur í skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis