fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 08:00

Sprengjum hefur rignt yfir Gaza síðustu mánuði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir rúmlega sex mánuða stríða á Gaza fer reiði meðal íbúa á Gaza í garð Hamas vaxandi. Reiðin er nú farin að brjótast upp á yfirborðið en það er mjög óvenjulegt því Hamas hefur stýrt Gaza með harðri hendi síðan 2007.

Stór hluti Gaza er rústir einar eftir harðar árásir Ísraelsmanna, íbúarnir glíma við sult og samkvæmt tölum frá Hamas þá hafa rúmlega 34.000 manns fallið.

Eins og víðast annars staðar í Arabaheiminum þá kenna flestir Ísrael um þá stöðu sem uppi er en hjá sumum á Gaza er reiðin nú farin að beinast að Hamas. Það er mjög óvenjulegt því samtökin hafa stýrt Gaza með harðri hendi síðan 2007 og hafa handtekið andstæðinga sína og tekið hart á þeim sem gagnrýna samtökin.

Jótlandspósturinn segir að margir Gazabúar segi að Hamas hefði átt að vita að árásin á Ísrael þann 7. október myndi hafa miklar afleiðingar og að samtökin hefðu átt að gera meira til að vernda almenna borgara. Þess í stað hafi liðsmenn samtakanna látið sig hverfa ofan í göngin undir Gaza og hafi skilið óbreytta borgara eftir  varnarlausa.

„Þeir hefðu átt að sjá viðbrögð Ísraels fyrir og hugleiða hvað myndi verða um þær 2,3 milljónir sem búa á Gaza og hafa engan öruggan stað til að fara á. Þeir hefðu átt að takmarka þetta við hernaðarleg skotmörk, „sagði Nassim, embættismaður á eftirlaunum, í samtali við Financial Times og vísaði þar til þess að meirihluti þeirra 1.200 Ísraelsmanna, sem féllu í árás Hamas, voru óbreyttir borgarar.

Walid, sem starfar við neyðarhjálp á miðhluta Gaza, sagði í samtali við dagblaðið Science Monitor að honum finnist að „Hamas hafi lagt líf okkar að veði í leik og tapað“.

„Hamas varaði okkur ekki við og kom ekki með neinar leiðbeiningar um vernd eða hjálpaði fólki. Ég veit ekki hvað þeir hugsuðu eða hvað þeir bjuggust við að fólk myndi gera en þetta er óásættanleg fyrir alla á Gaza,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“